Skipulag vinnu fyrir viðburði og verk
CrewBrain skýra sýn gerir það að verkum að skipulagning allra þátta er hröð, einföld og skilvirk. CrewBrain býður upp á hraða yfirsýn á viðburðum sem eru framundan eins og viðburðum, verkum, æfingum, o.fl. jafnt fyrir einfalda aðila sem og flókna starfsemi. Starfsmenn, meðlimi, verktaka og undirverktaka er hægt að bæta hratt við verk og eru þeir upplýstir með tölvupósti. Þeir hafa síðan valmöguleika að samþykkja eða hafna þátttöku.
Meira um skipulag viðburða og verka
Skýr stjórnun mönnunar
Vel hannað tíma, viðveru, verk og mönnunarkerfi er grunnurinn að hraðri og skilvirkri skipulagningu. CrewBrain er notað til að gefa öllum aðilum aðgang að öllum þeim þáttum sem þeir mega sjá og nota. Stjórnendur og skipuleggjendur eru einnig skilgreindir og fá þeir almennt ýtarlegri aðgang. Þú getur ekki bara stýrt mannskapnum með CrewBrain þú getur líka haldið úti samskiptum.
Meira um stjórnun mönnunar
Vinnutímayfirlit
Crewbrain býr sjálfkrafa til yfirlit fyrir starfsmenn, verktaka og undirverktaka. Launayfirlit geta byggt á föstum launum, dagtaxta eða tímaverði. Einnig er hægt að nota yfirlitin til að búa til reikninga fyrir viðskiptavini út frá mismunandi forsendum.
Meira um vinnutímayfirlit
Tímaskráningar með sveigjanleika
Hægt er að setja upp mikinn sveigjanleika í CrewBrain fyrir fasta starfsmenn. Unnir tímar eru skráðir með hjálp mismunandi stimpliklukka eða skráninga niður á verk eða verkefni nú eða innri vinnu. Fjarvistir og sumarfrí er hægt að halda utanum ásamt því að hægt er að draga frá pásur handvirt eða sjálfvirkt.
Meira um tímaskráningar með sveigjanleika
Fjarvistir og sumarfrí
CrewBrain er með fjarvistaskráningu til að gefa skipuleggjendum fullkomið yfirlit yfir alla tiltæka starfsmenn eða meðlimi hvenær sem er. Starfsmenn geta óskað eftir sumarfrí eða annarri fjarveru sem svo fer í samþykktarferli hjá næsta yfirmanni. Við skipulag vinnu sést skýrt staða starfsmanna.
Meira um fjarvistir og sumarfrí
Verkefni
Að fylgja eftir verkefnum og tryggja að þau klárist er mikilvægur þáttur í öllum rekstri. CrewBrain býður uppá öflugt utanumhald verkefna þar sem hægt er að stofna, úthluta og fylgja eftir verkefnum. Hægt er að tengja verkefni við Yfirverk (innri verk), verk eða undirverk nú eða bara hafa þau án tenginga en skrá þau beint á aðila.
Meira um verkefni
Ferðakostnaður
Í rekstri þar sem mikið er um ferðalög er mikilvægt að halda vel utan um ferðakostnað. Með CrewBrain er hægt að skrá ferðakostnað jafnóðum og tengja hann við verk eða verkefni. Skráning kvittana eins og hótel- eða eldsneytisreikninga er einnig möguleg. Samþykktar- og greiðsluferli er til staðar.
Meira um ferðakostnað
Tölfræði
Ekkert er mikilvægara en geta greint gögn yfir ákveðin tímabil. Þannig er hægt að vinna faglega og gripa til aðgerða gerist þess þörf. Af þessari ástæðu útvegar CrewBrain tölfræðihluta þar sem ýmsar greiningar eru framkvæmdar. Upplýsingarnar gefa þér skýra sýn á þróun mála.
Meira um tölfræði
Tenging við undirverktaka
Með vefþjónustum API er hægt að tengja og samstilla nokkra CrewBrain reikninga. Á þennan hátt býður CrewBrain möguleika á að búa til beiðnir til undirverktaka fljótt og auðveldlega. Ef þeir nota CrewBrain sjá þeir beiðnirnar beint í kerfinu sínu sem tryggir vinnusparnað og flýtir ferlinu mikið.
Meira um tengingu við undirverktaka
Snjallsíma vefapp
Til að gefa öllum aðgang að kerfinu hvar sem er höfum við þróað vefapp sem hægt er að nota á snjallsímum og öðrum tækjum. Vefappið gefur notanda aðgang að öllum helstu þáttum kerfisins og auðvelda þeim utanumhald tíma og verka. Skýrt yfirlit yfir allar bókanir o.fl. koma fram.

Meira um snjallsíma vefappið
Myrkva kerfið
Við vitum að ef þú notar CrewBrain ekki bara á skrifstofunni heldur einnig á vegum og sértaklega á viðburðum sem gerast á nóttinni þarf að draga úr birtu. Til að uppfylla kröfur um lýsingu þar höfum við þróað myrkvun í kerfið. Þannig verður kerfið mjög dökkt og truflar ekki aðra né sjón þína.
